Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýri og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Miðbær Reykjavíkur er orðinn mjög eftirsóttur og eignaverð hátt, vegna ferðatengdrar þjónustu, hótela, gistingar, verslana, veitingahúsa og slíks. Íbúðaverð fer fer hækkandi á svæðinu. Um 30% starfsmanna spítalans eiga heima í nálægum hverfum…
Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús hagkvæmari á betri stað
Nýr Landspítali háskólasjúkrahús á betri stað er hagkvæmari í byggingu og rekstri.
Fjárhagslegur samanburður sýnir að mun hagkvæmara er að byggja við gamla Borgarspítalann í Fossvogi en að byggja við gamla Landspítalann við Hringbraut. Enn hagkvæmara er þó að byggjan nýjan spítala frá grunni á svokölluðum „Besta stað” nálægt búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins og nálægt stórum umferðaræðum. Hringbrautin er lang óhagkvæmust.
Stofnkostnaðurinn í Fossvogi er um 12 milljörðum lægri en við Hringbraut og stofnkostnaðurinn á “Besta stað” er um 20 milljörðum króna lægri.
Árleg útgjöld notenda og skattgreiðenda verða 2,6 milljörðum króna lægri ef byggt verður í Fossvogi og heilum 4,1 milljörðum króna lægri ef byggt verður nýtt á “Besta stað” miðað við Hringbraut.
Samtals er núvirt hagræði ef byggt er í Fossvogi um 63 milljarðar króna umfram Hringbraut og ef byggt verður á “Besta stað” er hagræðið um 101 milljarður króna umfram Hringbraut.
Við kunnum KPMG bestu þakkir fyrir að yfirfara útreikningana.