Betri spítali á betri stað
  • Forsíða
  • Saga LSH
  • Upplýsingar
    • NÝR Landspítali á betri stað – hvers vegna?
    • Fjárhagslega hliðin
    • Notenda hliðin, gæði og öryggi
    • Skipulag
    • Það þarf nýtt faglegt staðarval
    • Tímaþátturinn, það mun ganga fyrr á nýjum stað
    • Gömlu rökin fyrir Hringbraut
    • Saga málsins, helstu skýrslur
    • Tengdar vefsíður og blogg
    • Viðhorf almennings og heilbrigðisstarfsmanna
  • Greinar og video
    • Greinar
    • Video og sjónvarpsþættir
  • Um samtökin
    • Skrá mig í samtökin

Tímaþátturinn

Home Upplýsingar Tímaþátturinn

Nýr Landspítali á betri stað getur risið fyrr

NLSH ofh byggingaraðili Landspítalans áætlar að nýbyggingar við Hringbraut verði tilbúnar 2023.  Þá er eftir endurbygging gömlu húsanna, um 60.000 fm. Áætlað er að hún taki rúm 6 ár, þar af 2 samhliða lokafrágangi nýbygginganna.  Nýr spítali við Hringbraut verður þá tilbúinn árið 2027.

Nýr og “betri spítali á betri stað” getur verið tilbúinn árið 2025 eða 2 árum á undan Hringbrautarsjúkrahúsi.
Mörg dæmi eru um það erlendis frá að það taki um 5 ár að byggja sjúkrahús af þessari stærð.
Að mati sérfræðinga sem til þekkja er hægt að vinna skipulagsmál og undirbúning að nýrri byggingu á nýjum stað á um 5 árum.
Samtals eru þetta 10 ár.

Í svari heilbrigðisráðherra 12.09.2016 við fyrirspurn varðandi framkvæmdatímann segir að “Samkvæmt mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar má ætla að ef hafist yrði handa við uppbyggingu á nýjum Landspítala á nýjum stað mundi það seinka afhendingu hans um 10–15 ár.”   Með öðrum orðum telja þessar stofnanir að það myndi taka 16-21 ár að byggja upp á nýjum stað, ef reiknað er frá 2023 þaðan af lengri tími er miðað er við þann tíma sem ætla má að búið verði að endurgera gamla húsnæðið.  Það hljóta allir að sjá að hér er vel í lagt og rúmlega.  Jafnvel þó þetta væri raunin þá væri hægt að búa svo um hnútanna að þessi tími yrði mun bærilegri en verður ef haldið verður áfram við Hringbraut.

Allar áætlanir geta riðslast, sérstaklega ef sannfæringu og einbeittan vilja skortir.  Það er líklega helsta ástæða þessu hversu mjög hefur dregist að byggja upp við Hringbraut þrátt fyrir ákvörðun þar um allar árið 2002 og jafnvel fyrr, bakvið tjöldin.

Ókostir þess að byggja upp við Hringbraut eru yfirgnæfandi.
Til dæmis verður á byggingartímanum, næstu 12 árin ef áætlanir standast, álag á starfsemi spítalans, sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn. Það verða sprengingar, höggborar, þúsundir vörubíla og flutningabíla á leið eftir Hringbraut og inn á lóðinni, mörghundruð iðnaðarmenn á ferðinni til og frá, á sínum bílum sem þurfa að komast einhverstaðar fyrir, ryk, hávaði, tilflutningur af starfsemi. Kostnaður bara við bráðabirgðaráðstafanir,  tilflutning á starfsemi vegna framkvæmdanna oþh. áætlar Hagfræðistofnun HÍ að muni kosta 5 milljarða króna.

Samtök um Betri spítala fara fram á að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir framtíðar sjúkrahúsið og að við ákvörðun um framtíðar staðsetningu verði vilji þjóðarinnar kannaður.

TímalínurTime-Tracking

Um Betri spítala

Samtök um Betri spítala á betri stað er hópur áhugamanna um betri staðsetningu nýja Landspítalans.
Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, blaðamenn og fleiri.

Sendu okkur póst á: betrispitali@betrispitali.is

Sjáumst á Facebook

Skráning hjá Betri spítala

Allur réttur áskilinn © Betri spítali