Elsti hluti Landspítalans, sem tekinn var í notkun 1930, var teiknaður af þáv. húsameistara ríkisins, Guðjóni Samúelssyni. Tilurð Landspítalans var árangur af langri og harðri baráttu þar sem konur voru í fararbroddi og hafa þær æ síðan haft frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum í landinu.
Þó svo að nýr Landspítali rísi á nýjum stað má sýna hinni sögufrægu byggingu við Hringbraut viðhlýtandi virðingu og fá því nýtt hlutverk. Efna mætti til hugmyndasamkeppni um verðugt og viðeigandi framtíðarhlutverk húsins. Vafalaust kæmu margar góðar hugmyndir. Meðal þess er sögusafn kvennabaráttunnar og lækninga á Íslandi, aðalskrifstofa Velferðar- eða Heilbrigðisráðuneytisins, aðsetur Landlæknis og heilsugæslustöð hverfisins.
Rætt við dr. Friðrik Einarsson, fyrsta yfirlækni skurðdeildar Borgarspítalans í Fossvogi.
Samtök um Betri spítala á betri stað er hópur áhugamanna um betri staðsetningu nýja Landspítalans.
Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, blaðamenn og fleiri.
Sendu okkur póst á: betrispitali@betrispitali.is