Betri spítali á betri stað
  • Forsíða
  • Saga LSH
  • Upplýsingar
    • NÝR Landspítali á betri stað – hvers vegna?
    • Fjárhagslega hliðin
    • Notenda hliðin, gæði og öryggi
    • Skipulag
    • Það þarf nýtt faglegt staðarval
    • Tímaþátturinn, það mun ganga fyrr á nýjum stað
    • Gömlu rökin fyrir Hringbraut
    • Saga málsins, helstu skýrslur
    • Tengdar vefsíður og blogg
    • Viðhorf almennings og heilbrigðisstarfsmanna
  • Greinar og video
    • Greinar
    • Video og sjónvarpsþættir
  • Um samtökin
    • Skrá mig í samtökin

Saga LSH

Home Saga LSH

 

Saga Landspítalans

mg_2440_0Elsti hluti Landspítalans, sem tekinn var í notkun 1930, var teiknaður af þáv. húsameistara ríkisins, Guðjóni Samúelssyni.  Tilurð Landspítalans var árangur af langri og harðri baráttu þar sem konur voru í fararbroddi og hafa þær æ síðan haft frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum í landinu.

Þó svo að nýr Landspítali rísi á nýjum stað má sýna hinni sögufrægu byggingu við Hringbraut viðhlýtandi virðingu og fá því nýtt hlutverk.  Efna mætti til hugmyndasamkeppni um verðugt og viðeigandi framtíðarhlutverk húsins.  Vafalaust kæmu margar góðar hugmyndir.  Meðal þess er sögusafn kvennabaráttunnar og lækninga á Íslandi, aðalskrifstofa Velferðar- eða Heilbrigðisráðuneytisins, aðsetur Landlæknis og heilsugæslustöð hverfisins.

 

Saga Borgarspítalans – Landspítalans Fossvogi

Rætt við dr. Friðrik Einarsson, fyrsta yfirlækni skurðdeildar Borgarspítalans í Fossvogi.

Landspítalinn 1930 – 1998

0.5A2Ágrip af sögu Landspítalans 1930 – 1998, Árni Björnsson, 15. janúar 1998
Landspítalinn í Reykjavík tók til starfa 20. des. 1930. Hugmyndir um sjúkrahús sem þjónaði öllu landinu voru þó ekki nýjar, því árið 1863 lagði Jón Hjaltalín þáv. landlæknir fram frumvarp á Alþingi um slíkan spítala en frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu.
Á tímabilinu frá 1863 – 1930 voru nokkur sjúkrahús rekin í Reykjavík: Sjúkrahús Reykjavíkur 1866 fram yfir aldamót, St. Jósepsspítalnn Landakoti, 1902 – 1996, Kleppsspítalinn (geðveikrahæli) 1907 sameinaður Ríkisspítölunum og síðar Landspítalanum. Franski spítalinn 1904 – 1927, Sóttvarnarhúsið, 1903 – 1954, Vífilsstaðahæli og Farsóttarhúsið, 1920 – 1969. Tilurð Landspítalans var árangur af langri og harðri baráttu þar sem konur voru í fararbroddi og hafa þær æ síðan haft frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum í landinu. Í hornstein spítalans sem lagður var 15. dag júnímánaðar 1926 af Hennar hátign drottningu Alexandrinu standa eftirfarandi orð, m.a. “Hús þetta – LANDSSPÍTALINN- var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitt á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA.”Nánar má lesa um sögu Landspítalans hér.

Um Betri spítala

Samtök um Betri spítala á betri stað er hópur áhugamanna um betri staðsetningu nýja Landspítalans.
Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, blaðamenn og fleiri.

Sendu okkur póst á: betrispitali@betrispitali.is

Sjáumst á Facebook

Skráning hjá Betri spítala

Allur réttur áskilinn © Betri spítali