Helstu rök sem nefnd hafa verið fyrir sameiningu Landspítalans við Hringbraut, flest úrelt að sjálfsögðu.
Svar: Það er í raun dýrast að byggja við Hringbraut, sjá fjárhagslegan samanburð.
2. Það styrkir miðbæinn að hafa þennan stóra vinnustað þar.
Svar: Með stórauknum ferðamannafjölda hefur miðbærinn stóreflst, þar er og verður þensla. Það myndi létta á spennunni að færa spítalann nær notendum austar á höfuðborgarsvæðinu og nýta Hringbrautarlóðina undir íbúabyggð, hótel og þekkingarfyrirtæki.
3. Nálægð við Háskóla Íslands er mikilvæg.
Svar: Ekki eins mikilvæg og nálægð við sem flesta notendur spítalans. Það verða um 9000 ferðir á sameinað sjúkrahús á sólarhring, þarf af um 100 ferðir sjúkrabíla og 200 í toppum. HÍ mun byggja yfir heilbrigðisvísindasvið hvar sem spítalinn verður. Nemendur í lækningum, hjúkrun o.fl. greinum mæta beint á spítalann til náms og vinnu. Þeirra hagsmunir eru sömu og annara íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Tenging við háskólana að öðru leyti getur gegnið vel fyrir sig þó spítalinn færist nokkrum km. fjær þeim. Það eru yfirgnæfandi hagsmunir notendanna.
4. Styður við „þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni“.
Svar: Það má nýta hluta af lóð og byggingum spítalans undir þekkingarfyrirtæki eða jafnvel undir einhverjar deildir Háskólans í staðinn. Þannig myndi þekkingarþorpið styrkjast án spítalans. Ef spítalinn fer á ódýrara svæði í austurborginni má byggja á lóðinni ódýrara húsnæði fyrir sjúkrahús sækna starfsemi.
5. Ný samgöngumiðstöð kemur við hliðina á spítalanum.
Svar: 70% íbúa á höfuðborgarsvæðinu búa austan Grensásvegar. Ef spítalinn væri t.d. við voga Elliðaánna, í Höfðanum eða á Keldum væri styttra fyrir fólk víðast hvar af höfuðborgarsvæðinu að fara þangað með almenningssamgöngum.
Svar: 70% íbúa á höfuðborgarsvæðinu búa austan Grensásvegar. Ef spítalinn væri t.d. við voga Elliðaánna, í Höfðanum eða á Keldum væri styttra fyrir fólka að hjóla eða ganga þangað.
7. Nálægð við Reykjavíkurflugvöll
Svar: Það eru tæplega 2 sjúkraflug á dag, hluti af þeim á Akureyri en einhverjir koma með almennu flugi áleiðis á spítalann. En það verða 9000 ferðir á sameinað sjúkrahús á sólarhring, samtals 18.000 ferðir fram og til baka. Þar af um 100 ferðir sjúkrabíla. Það þarf að taka hagsmuni allra notenda spítalans með í reikninginn og hafa spítalinn sem næst þungamiðju byggðar.
Flugvöllurinn mun hugsanlega hverfa annað hvort til Keflavíkur og sameinast alþjóðaflugvellinum. Hugsanlega kemur síðar fluglest REY-KEF. Þá verður trúlega breyting varðandi einkabílinn þegar bílar verða “snjallbílar” með eða án ökumanns koma. Huga þarf að áhrifum alls þessa.
Sjúkrahúsið þarf ekki að vera alveg við Reykjavíkurflugvöll. Sjúkrabíll mun komast frá flugvelli að spítala, á öðrum hugsanlegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á innan við 10 mínútum í forgangsakstri.
8. Það tekur stystan tíma úr því sem komið er að byggja við Hringbraut.
Svar: Það þarf ekki að vera. Áætlað er að við Hringbraut geti nýi meðferðarkjarninn orðið tilbúinn eftir 8 ár og endurgerð gömlu húsanna 4 árum síðar. Líklega mun þessi áætlun riðlast því fá þarf fjárveitingar árlega og það að byggja inn á milli gömlu húsanna við Hringbraut, þar sem taka þarf tillit til viðkvæmrar spítalastarfseminnar, verður tafsamt.
Á nýjum auðum stað ganga framkvæmdir greiðar fyrir sig þannig að nýr spítali yrði tilbúinn eftir um 10 ár. Nýta má þarfagreiningu og áætlanir sem unnar hafa verið þó raðað verði saman með nýjum hætti. Væntanlega verður byggt meira á hæðina en við Hringbraut. Þó nýr undirbúningur þar á meðal skipulagsmál muni taka nokkur ár þá vinnst sá tími upp með hraðari framkvæmdum.
Samtök um Betri spítala á betri stað er hópur áhugamanna um betri staðsetningu nýja Landspítalans.
Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, blaðamenn og fleiri.
Sendu okkur póst á: betrispitali@betrispitali.is