Betri spítali á betri stað
  • Forsíða
  • Saga LSH
  • Upplýsingar
    • NÝR Landspítali á betri stað – hvers vegna?
    • Fjárhagslega hliðin
    • Notenda hliðin, gæði og öryggi
    • Skipulag
    • Það þarf nýtt faglegt staðarval
    • Tímaþátturinn, það mun ganga fyrr á nýjum stað
    • Gömlu rökin fyrir Hringbraut
    • Saga málsins, helstu skýrslur
    • Tengdar vefsíður og blogg
    • Viðhorf almennings og heilbrigðisstarfsmanna
  • Greinar og video
    • Greinar
    • Video og sjónvarpsþættir
  • Um samtökin
    • Skrá mig í samtökin

Nýr Landspítali á betri stað jafnar umferð

03/06/2015kristinUncategorizedNo comments

Ef staðsetja á spítalann í samræmi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 (AR 2010-2030) um jöfnun umferðar ætti að finna honum stað sem stuðlar að styttri ferðatíma og minni umferð.

Landspítalinn er risastofnun. Auk starfsemi á Hringbraut er Landspítalinn með starfsemi í Fossvogi og á um 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fari svo að starfsemin flytjist öll á Hringbraut verða ferðir starfsmanna, nemenda, sjúklinga, aðstandenda og þjónustuaðila til og frá spítalanum um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu og mun fjölga næstu ár og áratugi. Þar af verða að meðaltali um 100 sjúkrabílar á sólarhring og allt að 200 á álagstímum. Í mörgum tilvikum skiptir vegalengd á bráðadeild miklu um bata sjúklinga.

Umferðarspá 2040 Sviðsmynd B

Umferðarspá 2040. Staðsetning spítalans þarf að vera miðsvæðis og liggja vel við megin umferðargötum. Stæstu gagnamót landsins eru Miklabraut, Vesturlandsvegur / Sæbraut, Reykjanesbraut.

Sjúkrabílar sem aka langa leið gegnum borgina í forgangsakstri með ljós og sírenu valda truflunum fyrir vegfarendur og íbúa. Leið sjúkrabíla á spítalann verður mun greiðari og að jafnaði styttri ef hann er til dæmis við ósa Elliðaánna. Þar verður þyrluflug einnig hættuminna og veldur minni truflunum.

Með sameiningu á Hringbraut eykst umferðin á svæðinu um meira en 12% til að byrja með og meira síðar. Þessi mikla umferðaraukning mun valda gríðarlegum umferðarteppum og vanda sem aðeins verður leystur með gríðarlega kostnaðarsömum gatnaframkvæmdum. Þessi mikla umferðaraukning verður ofraun fyrir gatnakerfið við Hringbraut.

Best er því að færa þennan mannfrekasta vinnustað landsins austar í borgina, nær þungamiðju búsetu. Þannig minnka umferðartafir, ferðatími styttist og umferðamannvirki nýtast betur.

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Rök betri spítala

  • Notenda hliðin, gæði og öryggi
  • Fjárhagslega hliðin
  • Tímaþátturinn
  • Skipulagsmál
  • Gömlu rökin fyrir Hringbraut
  • Ný staðarvalsgreining

Um Betri spítala

Samtök um Betri spítala á betri stað er hópur áhugamanna um betri staðsetningu nýja Landspítalans.
Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, blaðamenn og fleiri.

Sendu okkur póst á: betrispitali@betrispitali.is

Sjáumst á Facebook

Skráning hjá Betri spítala

Allur réttur áskilinn © Betri spítali