Betri spítali á betri stað
  • Forsíða
  • Saga LSH
  • Upplýsingar
    • NÝR Landspítali á betri stað – hvers vegna?
    • Fjárhagslega hliðin
    • Notenda hliðin, gæði og öryggi
    • Skipulag
    • Það þarf nýtt faglegt staðarval
    • Tímaþátturinn, það mun ganga fyrr á nýjum stað
    • Gömlu rökin fyrir Hringbraut
    • Saga málsins, helstu skýrslur
    • Tengdar vefsíður og blogg
    • Viðhorf almennings og heilbrigðisstarfsmanna
  • Greinar og video
    • Greinar
    • Video og sjónvarpsþættir
  • Um samtökin
    • Skrá mig í samtökin
  • Byggjum framtíðar Landspítala á betri forsendum !
    SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA
  • Move Yo Mouse
    REVOLUTION SLIDER TEMPLATE
    NEXT GOODIE
  • Smooth Ken Burns
    REVOLUTION SLIDER TEMPLATE
    NEXT GOODIE
  • Stay Cool Mate
    REVOLUTION SLIDER TEMPLATE
    NEXT GOODIE
  • Want this too?
    GET SLIDER REVOLUTION TODAY

Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús hagkvæmari á betri stað

Nýr Landspítali háskólasjúkrahús á betri stað er hagkvæmari í byggingu og rekstri.

Fjárhagslegur samanburður sýnir að mun hagkvæmara er að byggja við gamla Borgarspítalann í Fossvogi en að byggja við gamla Landspítalann við Hringbraut. Enn hagkvæmara er þó að byggjan nýjan spítala frá grunni á svokölluðum „Besta stað” nálægt búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins og nálægt stórum umferðaræðum. Hringbrautin er lang óhagkvæmust.

Stofnkostnaðurinn í Fossvogi er um 12 milljörðum lægri en við Hringbraut og stofnkostnaðurinn á “Besta stað” er um 20 milljörðum króna lægri.

Árleg útgjöld notenda og skattgreiðenda verða 2,6 milljörðum króna lægri ef byggt verður í Fossvogi og heilum 4,1 milljörðum króna lægri ef byggt verður nýtt á “Besta stað” miðað við Hringbraut.

Samtals er núvirt hagræði ef byggt er í Fossvogi um 63 milljarðar króna umfram Hringbraut og ef byggt verður á “Besta stað” er hagræðið um 101 milljarður króna umfram Hringbraut.

Við kunnum KPMG bestu þakkir fyrir að yfirfara útreikningana.

Hringbraut dýrustMilljarða sparnaður
Lestum um fjárhagslegan ávinning

 

Nýr Landspítali á betri stað eykur gæði þjónustu

Nýr Landspítali sem reistur er á besta stað eykur gæði þjónustu því vinnuaðstaða verður betri, hönnun skapar færi á bestu tækjum og besta staðsetning styttir viðbraðgstíma.

Nýr Landspítali sem yrði byggður frá grunni í nýjum byggingum yrði mun betri vinnustaður m.v. þau áform sem nú eru uppi að bútasauma við gamlar byggingar. Nýjasta tækni spítala er oft erfitt og dýrt að koma fyrir í gömlum byggingum en ný bygging á besta stað leisir það. Að lokum skiptir viðbragðstími í neyðartilvikum miklu máli og staðsetning  nær búsetumiðju og helstu umferðaræðum skiptir sköpum þegar ferðir sjúkrabíla eru að jafnaði 100 á sólarhring og 200 í toppum.

Lestu um gæði spítala

Fagleg, óháð staðarvalsgreining er nauðsyn

Gamla staðarvalið frá 2002 tók ekki til atriða sem skipta mestu fyrir notendur spítalans og skattgreiðendur. Þau rök sem tilgreind voru í gamla staðarvalinu og mæltu með Hringbraut eru flest ýmist veik eða beinlínis röng.

Gera þarf nýja, faglega staðarvalsgreiningu af óháðum fagaðilum á þessu sviði þar sem hagsmunir framtíðar notenda og gæði þjónustunnar eru í fyrirrúmi.

Lestu um gamla gallaða staðarvalið
Lestu um faglega staðarvalsgreiningu

Nýr Landspítali á besta stað gæti risið fyrr

Áætlað er að nýbyggingar við Hringbraut verði tilbúnar 2023.   Þá er endurbygging gamla húsnæðisins eftir sem mun bæta að minnsta kosti 4 árum við verkið, þannig að segja má að nýr spítali verði til við Hringbraut árið 2027.   Verkefnið er flókið vegna nálægðar við gamla spítalann og endurnýjun hans getur hæglega farið úr böndum.
Byggja má nýjan og betri spítali á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann getur verið tilbúinn árið 2025 eða 2 árum á undan Hringbrautarsjúkrahúsinu.
Það verður án truflunar á núverandi spítalastarfsemi.  Verkefnið er einfaldara og byggingarhraði verður meiri.
Lestu um tímaþáttinn

Nýjustu greinar

Hringbrautin hentar vel fyrir íbúðabyggð, stúdentaíbúðir, hótel og þekkingarfyrirtæki

03/06/2015gudjon

Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýri og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Miðbær Reykjavíkur er orðinn mjög eftirsóttur og eignaverð hátt, vegna ferðatengdrar þjónustu, hótela, gistingar, verslana, veitingahúsa og slíks. Íbúðaverð fer fer hækkandi á svæðinu.  Um 30% starfsmanna spítalans eiga heima í nálægum hverfum…

Read More

Nýr Landspítali á betri stað þýðir minni fjárfesting

03/06/2015kristin

Gera má ráð fyrir að ef byggt verður á nýjum stað álíka stórt húsnæðifyrirhuguð er að verði samtals á Hringbraut eftir stækkun, kosti það nokkuð meira en viðbyggingar sem áætlaðar eru við Hringbraut.  Með því að bjóða verkið út í heilu lagi og byggja í samfeldum áföngum reiknum við með lægri einingaverðum sem nemur um…

Read More

Nýr Landspítali á betri stað sparar milljarða á ári

03/06/2015kristin

Rísi spítalinn á besta stað sparast yfir 4,1 milljarður króna árlega sem gerir 82,3 milljarða króna á núvirði m.v.  5% ávöxtunarkröfu. Byggja má nýjan spítala á besta stað og spara að minnsta kosti 19,6 milljarða króna að teknu tilliti til söluverðmætis eigna og fjárfestingar í umferðarmannvirkjum. Samtals gerir þetta sparnað upp á 101,9 milljarða króna…

Read More

Nýr Landspítali á betri stað rís fyrr og styrkir borgina

03/06/2015kristin

Forsendur þess að velja Hringbraut undir nýjan Landspítala voru veikar frá upphafi en ákvörðun var tekin árið 2002. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Vaxandi ferðamannastraumur, hækkandi fasteignaverð í miðborginni og þróun búsetu undanfarin ár og til framtíðar draga veikja þessar forsendur enn frekar og augljóst að skoða þarf staðsetninguna upp á nýtt. Gera…

Read More

Nýr Landspítali á betri stað jafnar umferð

03/06/2015kristin

Ef staðsetja á spítalann í samræmi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 (AR 2010-2030) um jöfnun umferðar ætti að finna honum stað sem stuðlar að styttri ferðatíma og minni umferð. Landspítalinn er risastofnun. Auk starfsemi á Hringbraut er Landspítalinn með starfsemi í Fossvogi og á um 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fari svo að starfsemin flytjist öll…

Read More

 

Um Betri spítala

Samtök um Betri spítala á betri stað er hópur áhugamanna um betri staðsetningu nýja Landspítalans.
Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, blaðamenn og fleiri.

Sendu okkur póst á: betrispitali@betri.agustloftsson.com

Skráning hjá Betri spítala

Allur réttur áskilinn © Betri spítali